A4 Áskorun 2015…

Ég datt í lukkupottinn þegar nokkrum góðum bloggurum var boðið að taka þátt í A4 áskorun ársins og litla ég fékk að vera með! Endilega fylgist með hinum kvinnunum – svo skemmtilegt að sjá hvað er að koma fjölbreytt verkefni útúr þessu, um að gera að fylgjast með á Facebook síðu A4 Hannyrðir og Föndur.

Hér er svo að finna listann yfir hinar blogg kvinnurnar sem taka þátt að þessu sinni.

Rósir og rjómi
Heima
mAs
Skreytum hús
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick

Við máttum sumsé fara í eina af mörgum verslunum A4 og velja okkur vörur að eigin vali til að nota í verkefni fyrir áskorunina – já ég veit… ansans álag. Ég var eins og barn í sælgætis landi en átti þó í mestu vandræðum með að velja enda úrvalið mikið og mig langar í ó svo margt í hjá þeim, en velja þurfti ég.

Munið eftir Skapskema II? Þar fann ég svarið við öllum mínum valkvíða. Þar mátti meðal annars finna vafðar pappírs perlur, en ég hafði áður reynt við þær, en langaði að gera meira af þeim og búa til nokkrar hálsfestar. Fullkomið fyrir þessa áskorun, svo mætti jafnvel gefa einhverjum lesenda ef vel heppnaðist.

Byrjum á að skoða efniviðinn en ég lista hann svo upp í “how to og hugleiðingar” pósti á næstu dögum.

www.fifurogfidur.com - efniviður

Sjáiði þennan guðdómlega fallega pappír!!?? Já ég verð víst að viðurkenna pappírs blæti mitt hér og nú

www.fifurogfidur.com - A4 pappír

Ég á mér uppáhalds arkir… En þú?

www.fifurogfidur.com - A4 pappír

Ég fékk líka smá Fimo leir en mig langaði að prófa að blanda Fimo og pappírs perlum saman í men.

www.fifurogfidur.com - Fimo

Og perluvinir – milliefni

www.fifurogfidur.com - A4 perlur

Svo var bara að hefjast handa!

Smá myndasería um verknaðinn til að sýna að þetta sé nú úr pappír

Þetta er frumraun mín í Fimo – komst að því að ég er með krónískt loðnar hendur…. en það er bara karakter handgerðra perla. Það er agalega skemmtilegt og einfalt að vinna með þennan leir – bara móta, munstra (ef vill) og baka í 30 mínútúr. Svo fallegar í öllum sínum einfaldleika þó ég segi sjálf frá.

www.fifurogfidur.com - Fimo perlurnar

Hálfnað verk þá hafið er…

www.fifurogfidur.com - pappírs perlur

Svo var bara að prófa sig áfram – jafnvel bara smá áður en perlurnar voru fullkláraðar

www.fifurogfidur.com - perluprufa

Fjórum útgáfum síðar er fyrsta hálsfestin tilbúin

www.fifurogfidur.com - hálsfesti

Góðir hálsar.. er líka sjúklega sætt á minni hálsum en náðist ekki mynd af því

www.fifurogfidur.com - pappírs-fimo festi

Svo má auðvitað nota þetta sem armband ef vill

www.fifurogfidur.com - armband

Nú eða skraut á heimilinu, í kertastjaka nú eða í uppstillingu

www.fifurogfidur.com

www.fifurogfidur.com

www.fifurogfidur.com

Svona skandinavísk útgáfa af afrískum perlum er það ekki eitthvað?

Eins og ég sagði þá ætla ég að gera annan blog póst um gerð pappírs prýðinnar og hugleiðingar um efnisval á næstu dögum. Það má auðvitað finna skrilljón og einn leiðbeiningapósta (og video) á veraldarvefnum en þá verða þeir bara skrilljón og 2.

Ég held það sé svo við hæfi að ég gefi allavega eitt stykki af svona hálsfesti þegar ég er búin að gera ögn fleiri eintök svona þar sem A4 var svo rausnarlegt að sponsora þessa perlugerð. Hlýtur allavega einhver EIN/N að vilja eiga svona festi til einhvers brúks…?

Skellið endilega LIKE á facebook síðuna mína ef þú hefur ekki nú þegar gert það og fylgstu með

Deilið svo alveg eins og vindurinn

Perlur og prýði

Þ

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

 1. April 21

  Vá hvða þær eru töff. Algjör snilld hjá þér.
  Hlakka til að sjá næsta póst :)
  kveðja og knús
  Stína Sæm

 2. April 21

  SNILLD!! Ég segi enn og aftur: SNILLD!!!! :)

Comments are closed.