Aðventukrans á orgeli

Fyrsti í aðventu er runninn upp og nærri niður aftur

Eftir miklar vangaveltur um aðventu”krans” ákvað ég að aðventuland væri málið í ár. Upphaflega lagði ég upp með að hafa það á gamla og fallega saumavélaborðinu en verandi með litla fálmandi og forvitna dís á heimilinu ákvað ég að hækka áfangastað aðventulandsins og tignarlega orgelið varð fyrir valinu.

Ég var ákveðin í nokkrum hlutum – létt, mosi, þykkblöðung,hvít kerti – hitt gerðist svo bara. Ég viðraði hugmyndir mínar við blómaskreytinn og snillinginn hana móður mína (sem ég ætla að fá til að útbúa og selja aðventukransa/skreytingar á netinu næsta ári þar sem hún er hætt að vinna, en það er annað mál)en hún var sérlegur aðstoðarmaður í þessu verki.

Úr varð þetta:

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Byrjum á stjörnunni fyrir ofan orgelið en hún kom til vegna þess að venjulega hangir þarna fallegur og stór kertastjaki en hann truflaði skreytinguna en við brotthvarfið stóðu eftir göt eftir skrúfur. Svo ég náði í sprek sem sú 4 ára hefur dregið í búið undanfarna mánuði og batt saman með vír – voilá

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Sú stutta myndaði mömmu sína við að festa hana upp úr sófanum

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Útsýnið þarna uppi

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Ég ELSKA þessa plöntu – vona að ég nái að halda í henni lífinu!
Olíulampann koma mamma með færandi hendi en ef ég man rétt kemur hann frá smekk konunni systur minni sem mun líklega setja á hann kröfu eftir hátíðarnar.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Í kertaluktina setti ég einn krúttmund – er það ekki eitthvað?
Til að spara mér krónurnar vafði ég plastpottinn bara með blaði – auglýsingar frá IKEA nýtast í ýmislegt.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Hinumegin er svo að finna tvo krúttmunda til viðbótar.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Aðeins að svindla og sjá hvernig þetta lítur út annan í aðventu þarna ;) Kertastjakann keypti ég í Söstrene Grene.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Þarna er krúttmundur með könglum, mosa, hnetuskrauti úr Söstrene Grene og hvítu kerti. Krukkuna keypti ég fyrr í vetur í Rúmfatalagernum.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Hvernig kemur fullkomnunarsinni hlutum fyrir í svona krukku?

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Jújú – með gaffli. Nei höfum það tveimur göfflum.

IMG_5009

Ég er auðvitað búin að ákveða í hvaða röð ég ætla að kveikja á þeim líka.

1. Köngullinn
2. Kertastjakinn frá Söstrene Grene
3. Krukkan
4. Olíulampinn fagri

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Jújú svona endaði “kransinn” þetta árið

Ég óska ykkur öllum ljúfrar aðventu – reynum að muna að líta upp og njóta og láta ekki einhverjar gervi kröfur sem eru oftast bara til í hausnum á okkur sjálfum ná á okkur tökum.

Kærar kveðjur,
Aðventustelpan

Fífur og Fiður á Facebook