Aðventukrans æði

Ég held ég hafi byrjað að hugsa útí hvernig aðventukrans ársins 2015 ætti að vera í september….. nei ég lýg, það hefur líklega verið í janúar en fór svo í dvala þar til í september. Núna er komið skotveiðileyfi á þessar pælingar og því kem ég útúr skápnum með þær… enda bara 2 vikur í 1. í Aðventu!

Ég er því búin að prenta út Aðventukransa (og reyndar jóla líka) innblástur fyrir jóla skap skema til að halda mér við efnið og hætta að leita að fleiru fínu á vini mínum Pintererst

Í fyrra vorum við mæðgurnar með Frozen þema í kransinum okkar, ó hvað ég sakna þessara dásamlegu glugga. Ég var mjög kát með þennan sérvitra “krans” okkar.

IMG_0525

Árið áður var það krukkuþema sem vegna ógurlegrar vanlíðunar á meðgöngu var ekki fullkláraður – annars man ég lítið eftir þeim tíma svo hvað veit ég :) Fyrir þremur árum vorum við svo með mokkabolla ævintýraland á bakka…. finn ekki mynd af honum fullbúnum en hér er hann án túju

Fífur og Fiður - Aðventukrans

Ég er í svoldið hráum náttúru fíling þetta árið – grænt, þykkblöðungar, lerki greinar með könglum, mosi, stál, börkur… þið sjáið hvert ég er að fara en er samt svolítið klofin. Valkvíðinn sjáið þið til – svo margt hægt að gera en bara einn krans að gera.

Til að styðja mál mitt fékk ég nokkrar myndir að láni en þær á allar að vera hægt að finna á Pinterestinu mínu og þar með slóðir á uppruna þeirra.

Kökuform, málmur, ryð – já já já

Bakkar í öllum stærðum og gerðum – finnst þessi með mörgum kertum alveg geggjaður.

Áfram með ílátin

Kannski maður endi bara á að kríta kransinn í ár? Mér finnst þetta skemmtilegt

Fífur og Fiður - Aðventukransa-æði

Tré, viður, börkur, greinar

Aðventukransaland á gömlu saumavélinni?

Fífur og Fiður - Aðventukransa-æði

Annars hallast ég ákaflega mikið að svona víra/grænum hengi kransi fyrir árið í ár

Ég er í það minnsta búin að ákveða að kertin verða hvít í ár, þá er bara að ákveða stærð þeirra, efnivið og staðsetningu fyrir kransinn… einfalt! Nú vantar bara mömmu blómaskreyti snilling í smá útfærslu heimsókn! Viljiði sjá lokaniðurstöðuna þegar hún er tilbúin?

Hvað gerir þú annars með aðventukrans? Ákveðinn stjaki eða eitthvað allt annað frá ári til árs?

Jóla Sóla

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. November 16

    Skemmtilegur póstur og fullt af skemmtilegum hugmyndum :) Hvað gerði maður áður en maður eignaðist vininn Pinterest ;)

    Ég er öll í þessu náttúrulega og elska viðinn. Ég gerði aðventukrans úr trjádrumbi í fyrra (sem er hér fyrir ofan ;) ) og ætlaði að hafa hann aftur í ár en fékk aðra hugmynd með krans úr trjádrumbi sem ég er að hugsa um að prófa :)

    kv
    Kristín Vald

Comments are closed.