Drullumall og brall

Þið eruð örugglega öll farin að sofa en langar samt að skella inn einum stuttum pósti

Helgin var notuð til dásemdar dvalar í bústaðnum hjá tengdaforeldrum mínum – ég fæ aldrei nóg af þessum stað – fuglasöngur, fegurð innan sem utan dyra, ferskt loft og frelsi. Útkoman er fullhlaðin batterí

Ég er hugsanlega spenntari fyrir kofa barnanna en frumburðurinn… enda spenningurinn fyrir honum hjá mér nánast vandræðalega mikil.

Hún vill hafa bongóblíðu til að hafa löngun til útivistar – er svona sandala týpa eins og mamma hennar. Á meðan haust vetur og vor ganga yfir er hún í essinu sínu í þessu umhverfi

www.fifurogfidur.com - aðstoðar kokkurinn

Ég er þess fullviss að litla skottið mun verða drullumallari af bestu sort – enda miklu meiri gaur en sú eldri hefur nokkurn tíman verið, bara 11 mánaða. Í þessu umhverfi er hún í essinu sínu

www.fifurogfidur.com - náttúrubarnið

Ég er alltaf með augun opin eftir efnivið í dútl í kofanum – á flóa markaðnum uppi á Akranesi hjá henni Kristbjörgu rak ég augun í þennan skemmtilega hljómgjafa og sá hann strax fyrir mér á “pallinum” á kofanum.

www.fifurogfidur.com - flóa fundur

Plokkaði naglana úr sílófóninum og notaði þá aftur til að festa stafina á milli rimlanna – með ögn af örþunnum svamp á milli viðar og stafs. Ég er ákaflega ánægð með útkomuna – vantaði bara prik í band þarna við hliðiná svo skella megi í lag hvenær sem gengið er framhjá.

www.fifurogfidur.com - hljóðgjafi

Eldhúsið góða sem við hjónaleysin brölluðum saman síðasta sumar er enn ekki alveg full klárað en þetta kemur allt með kalda vatninu…

IMG_0744

Og um helgina kom kalda vatnið – í orðsins fyllstu. Eldhúsið var að vísu ekki klárað en draumur frúarinnar um að tengja rennandi vatn í kranann með vatnsslöngu varð að veruleika! Svolítil fullkomnun!

www.fifurogfidur.com - pípað

Þá má bara kippa eldhúsinu út á góðviðris dögum og drullumalla…. alla leið!

www.fifurogfidur.com - drullumall

Hentaði líka sérlega vel þar sem unnið var við pjatt inní kofanum sem fékk nafn um helgina – Fiðrilda Höllin. Meira af á næstu dögum.

Vona að helgin hafi verið ykkur ljúf og þið farið full hlaðin inní komandi viku

Drullumalla og dúllur

Þ

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

Comments are closed.