Fjögur..

ár síðan stóra, sterka, bráðgáfaða og skemmtilega stelpan okkar fæddist, frumburðurinn. Það vill svo skemmtilega til að í dag erum við líka fjögurra manna fjölskylda. Fjórir er falleg tala í mínum augum. Í dag var því haldið uppá þennan merka áfanga með dásamlegu samneyti með yndislega fólkinu okkar, með bara ansi hreint vel heppnuðu og sérsniðnu Hello Kitty afmæli. 

 Þegar við fögnuðum eins árs afmælinu hennar varð til hefð – að útbúa aldursárið í myndum á vegg heimilisins – þetta er eitt af mínum uppáhalds atriðum við afmælisveislurnar. 

IMG_0628.JPG

Auk þess að vera fallegt skraut þá er þetta hvati til þess að framkalla myndir, en í þeirri vinnu á oft við máltækið “sá á kvölina sem á völina” því fallegu minningarnar og þar af leiðandi myndirnar eru ó svo margar með þessum gullmolum mínum.

 

IMG_1119

Mikið sem það er nú gaman að skoða myndir í föstu formi líka, þar er ég alveg sammála sambloggara mínum henni Dúddu sem er með bloggið Elskulegt en hún var einmitt að framkalla og skreyta heimilið sitt með fallegum myndum af fjölskyldunni – mæli með því að þið fylgist með því sem hún er að bralla. Ég ætla að taka hana til fyrirmyndar og stækka nokkrar uppáhalds myndir líka.

 Í ár varð síðan til ný hefð – eitthvað sem ég hef alltaf ætlað mér að gera þegar hún væri komin með aldur og þroska til, en það er afmælisviðtal. Ég sé mikið eftir því í dag að hafa ekki byrjað á þessu strax um 2 ára því það væri bara dásamlega fyndið og sætt að eiga viðtal með svörum útí hött. En lítið við því að gera núna og ég veit bara betur með litlu týpuna. 

 Daman var meira en lítið til í að sitja fyrir spurningum og setti sig í miklar stellingar við þetta – ómetanleg stund. Við tókum þetta einnig uppá video því okkur þykir svo ógurlega gaman að ylja okkur við myndbönd af minningum. 

 Viðtalið ritaði ég niður á spurningablaðið og skellti í ramma sem ég svo hafði á drykkjarborðinu þannig að gestirnir gætu kíkt á þetta. Þar sem nokkrir gestanna ætla að gera slíkt hið sama með sínar dömur deili ég með ykkur okkar útgáfu af viðtali ef einhver vill hafa það til hliðsjónar, því má svo auðvitað breyta að vild.Afmælis viðtal gjörið svo vel.

 

IMG_1164 

Svo var einni Hello Kitty slaufu skellt í málið

IMG_1191
 

Ég á efni í stóran póst með afmælis smáatriðum  og dútli og hann mun koma, en fyrst hvíld eftir ótrúlega skemmtilegan dag….og daga í undirbúningi. Get seint sagt að ég hristi veislur fram úr erminni, það er veitingahlutann af veislum, þó hugmyndirnar og huginn vanti ekki. Þá er maður heppinn að eiga góða að.

Kveðja,

Þórlaug Þakkláta < 3

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. Auður Gestsd.
    March 9

    Vávává meira æði yfir því hvað þetta er flott hjá þér. Ekkert smá sniðugt með myndirnar og viðtalið! Þú ert svo SNIÐUG! :)

  2. Ragna
    March 9

    Æði, þarna var þá viðtalið :) ótrúlega skemmtileg hugmynd og ég dáist að þér með tölurnar og myndirnar

Comments are closed.