Af arfa ertu kominn…..

Í vor ákváðum við skötuhjú að leigja okkur skika í fjölskyldugörðunum í Laugardalnum til að setja niður grænmeti, mjög góð og göfug hugmynd að okkur fannst, við myndum kenna Kríu hvernig maður uppsker eftir vinnuna sem maður leggur í verkið og þetta yrði notaleg fjölskyldustund útivið.

Kría var spennt fyrir því að setja niður grænmetið en vikurnar á eftir sagði hún í hvert sinn sem við nálguðumst Laugardalinn kallaði Kría aftanúr bílnum “Mig langar ekki að fara í kartöflugarðinn núna” eða “við erum ekki að fara í kartöflugarðinn minn….?” Heppilegt að það þurfti ekki að vökva mikið hér á suðvestur horninu

IMG_0602

Svo varð mamman ótrúlega ólétt (kom einhverra hluta á óvart..) og svo kom lítið kríli sem fékk kveisu og var alls ekki svo meðfærileg. Dögunum var eytt í að skiptast á að halda og sinna Kríu – við kíktum í garðinn í Júlí einhverntíman og féllust ræktunarhendur… svona leit hann út:

IMG_0861

Það má kannski borða þessar blöðkur bara…? Við aðhöfðumst ekkert úr þessu enda má segja að uppgjöfin hafi verið alger. O jæja við fórum samt í byrjun september og rótuðum í moldinni og viti menn það komu upp kartöflur þó uppskeran væri kannski ekki eins og best væri á kosið og Kría var heldur betur liðtæk í fjársjóðsleitinni!

IMG_1228IMG_1234IMG_1236

 Við gátum tillt okkur í lautarferð eftir erfiðið í yndislegu haustveðri, það var alveg toppurinn hjá Kríu sem ætlaði aldrei að hætta að borða því henni fannst þetta svo notalegt

IMG_1245

Hér má svo sjá hluta uppskerunnar, fallegt ekki satt og ó svo bragðgott þegar maður ræktar þetta sjálfur. Næsta ár verður tekið með trompi (þetta er svona eins og loforðin um meiri lærdóm á næstu önn)

IMG_1333

Kartöfluást á alla

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

  1. […] jú aðvitað barnið – og því skal garð ræktunin tekin með trompi svo ekki endi eins og síðast Það góða var að það þurfti ekki mikið að vökva, náttúran sá alfarið um […]

  2. […] til að sýna ykkur meira af potta “garðinu okkar” og sömuleiðis frá grænmetis ræktun fjölskyldunnar að þessu sinni í […]

Comments are closed.