Í dag…

..var góður dagur. Fullur af sól, mildu vor veðri, vinum og útiveru, sérlega kærkomið eftir hálf ögugsnúna daga undanfarið.

“Í dag” er líka ein af uppáhalds bókunum mínum en hana fékk ég í þrítugs afmælisgjöf frá uppáhöldunum mínum, þá tveimur.

Í dag er afar hlédræg – er ekkert að troða sér á framfæri, hálfgert tabula rasa. Fullkomið fyrir kaffihringi, krot nú eða bara til að vera auð.

thumb_IMG_2886_1024

En bara á forsíðunni þó. Á kilinum lætur hún mann vita að hún heiti þessu frábæra nafni..

thumb_IMG_2887_1024

Í dag er nefnilega bara málið.. að vera í núinu, sleppa tökum á því sem miður hefur farið, velta sér ekki of mikið uppúr því ókomna, bara vera og njóta.

Við fórum að vísu ekki uppí sveit í dag en það er ekkert aðal atriðið heldur bara að vera minntur á að vera í deginum í dag

thumb_IMG_2888_1024

Hún stingur sumsé uppá ýmsum skemmtilegum athöfnum eða jafnvel bara hugsunum, litlum gleði fræjum. Eina fyrir hvern dag ársins, með skemmtilegum teikningum og einni setningu eða svo.

thumb_IMG_2890_1024

Minnir okkur á að leika okkur annað slagið, að gleyma ekki gleðinni í einfaldleikanum.

Mér finnst þessi hér að ofan með prikin sérlega skemmtileg því þannig lék ég mér sem barn. Ég átti að vísu ekki svona “raunverulegan” hest með höfuð heldur bara prik, á góðum degi með baggabandi. Reið oft um með 2- 3 til reiðar og varð alveg spinnigal þegar mamma hryggbraut besta reiðhestinn minn þegar hún skellti sér úr jötunni niður í stíu þar sem ég áði.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort það er nóg pláss fyrir ímyndunaraflið hjá börnum sem dætrum mínum með allan “hávaðan” í nútíma samfélagi okkar… öll leikföngin, alla afþreyinguna, alla… okkur sem foreldra

Ég er byrjuð að safna fjöðrum…. en þú?

thumb_IMG_2889_1024

Þessi bók er dásamleg tækifæris gjöf – hana má auðvitað nota sem dagbók eða hugmyndabók, jafnvel skrifa niður hvað þú gerðir og láta hana svo ganga áfram í vinahóp, svona keðjunotkun.

Bókina má til að mynda fá í Kaffitár í Bankastræti og verslunum Eymundsson á Skólavörðustíg og Akureyri (og netverslun)

Vona að dagurinn í dag hafi verið þér góður

<3

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. […] byrjaði á að pára þau orð sem komu upp í hugann aftast í “Í dag” bókina góðu og velti upp þeirri spurningu hvað það væri í raun sem ég þarfnaðist á […]

Comments are closed.