Kíkt’í kofann

Má bjóða þér að líta við og sjá hvernig kofi okkar barnabarna ömmu og afa, sem ber nú nafnið Fiðrilda Höllin, lítur út í dag? Koddu memmér!

IMG_2729

Það má eeeeendalaust dúlla við þetta og mamman er hvergi nærri búin – en ætli hún verði ekki orðin sátt við útlit hallarinnar í lok sumars. Á listanum yfir hluti sem konan ætlar sér er að mála gólfið, sletta smá fagur grænni málningu á panelinn og bekkinn, mála glugga og hurð að utan hvítt, smíða kassa undir bekkina, hengja upp pullurnar sem bak við bekkina, klára eldavélina (það er auðvitað nauðsynlegt að geta lokað eldavélum) og mögulega útbúa smá búrskáp já og eflaust sitthvað fleira.

En endilega gakktu í bæinn

IMG_2761

….eða bíddu við, dokum aðeins við hér í dyragættinni. Um helgina var krítartöflu málningu sem móðirin átti afgangs slett á hurðar spjaldið. Fullkomið að geta krítað úti, með opna hurð ef veður leyfir eða loka heni og njóta skjólsins í kofanum.

www.fifurogfidur.com - krítartaflan

Ok núna máttu taka næsta skref og kíkja á borðstofuna, þið áttið ykkur kannski á nafngiftinni á hallar krílinu okkar….

www.fifurogfidur.com - veggurinn

Við mæðgur skelltum nokkrum fiðrilda krúttum þar sem daman vildi hafa þau… ætli köngulærnar verði hræddar við þau… nei segi svona það má alltaf vona…

IMG_2694

Ég ætti líklega að taka það fram að svona lítur kofinn bara út þegar ég er að dúlla hann upp, þegar ég fæ að leika… annars er drullumall velkomið og eiginlega skilda!

www.fifurogfidur.com - drullumall

Þetta er allt að koma, blúnda komin á hilluna… nema hvað. Puntið safnast smátt og smátt, krukkur spila stórt hlutverk hér sem á heimili okkar auðvitað. Þarna á vinstri hliðina mun koma hilla og pullan auðvitað.. já já það tekur tíma að gera “heima”

www.fifurogfidur.com - punthillan

Ég skellti þessum ofur krúttaða vaxdúk á borðplötuna og elska það alveg hreint! Ég er að búa til veifur úr sama efni til að skreyta kofann að utan á tillidögum, og hugsanlega nota ég restina til að búa til pullu á bekkinn á “pallinum”, dúkinn fékk ég í Rúmfatalagernum.

www.fifurogfidur.com - vaxdúkur á borðið

Ef þú sest við borðið og horfir í átt að hurðinni þá er þessi krútt hilla á vinstri hönd.. þarna er ég að spá í smá búrskáp.. en sjáum til með það. Í augnablikinu fær þessi veggur að geyma smá skraut – svona fuglahús og dúlludúska hafið þið séð áður í herbergi frumburðarins

www.fifurogfidur.com á vinstr hönd

Á hægri hönd er hreingerninga stöð, allt sem þarf til að halda kofanum og nánasta umhverfi snyrtilegu.

www.fifurogfidur.com - á hægri hönd

Þá er það hinn gaflinn – eldhúsið vel að merkja. Hér er það komið inn en okkur tókst ekki að klára það þessa helgina.. kannski næst… kannski ekki.. þetta á jú ekkert að vera stressandi. Ég er samt glimrandi ánægð með það.

www.fifurogfidur.com - litið til baka

Að sjálfsögðu eru líka hús í kofanum, en ekki hvað!

www.fifurogfidur.com - húsa hillan

Hér hefur verið hitað mikið vatn til að hella uppá mikið drullu gott kaffi í bleika brúsann sem þið sáuð á borðinu áðan – bíður okkar meira að segja lögg í honum þegar við komum næst.

www.fifurogfidur.com - hellt uppá

Klukkan orðin eldhús klukka núna – ég held það sé svo gott sem allt til alls þarna

IMG_2768

Í “ofninum” má finna búdótið þegar það er ekki í notkun þessa dagana – páskaeggja boxin eru ekkert nema dásamleg fyrir drullukökugerð, mæli með að geyma þau ef þú átt slík.

www.fifurogfidur.com - bú dótið

Vaskaskápurinn hefur svo að sjálfsögðu að geyma rusla/skúringafötu með fiðrildi

www.fifurogfidur.com - Undir vaskinum

Já svona er litla höllin okkar núna – mætti bjóða þér drullu góðar veitingar í svona húsi?

IMG_2771

Ég er svo þakklát tengdaforeldrum mínum að hafa skellt í eitt stykki svona kofa en auðvitað eru ekki allir sem hafa tök á svona höllum – drullumall er samt fyrir alla…. allstaðar. Mér finnst það mætti til að mynda gera meira af því að hafa svona drullumalls stöðvar í leikskólum. Þarf ekki nema borð og áhöld… og leyfi til að róta í moldinni á einhverjum tilteknum stað.. sem er víst ekki vinsælt að mér skilst í það minnsta sumstaðar.

Vona að innlitið í litlu höllins okkst veiti einhverjum innblástur og ef bara part af þeirri barnslegu gleði sem hann gefur mér þá er ég ákaflega glöð

Fífur, fiður og fiðrildi

Þórlaug

Þú finnur Fífur og Fiður á Facebook þú mátt deila þessum pósti að vild ef þú heldur að einhver hefði gaman af.

Fífur og Fiður á Facebook

6 Comments

 1. Ragna
  May 18

  Dásamlegt! En hvað dúllurnar þínar eru heppnar að eiga þig sem finnst svo gaman að dúllast svona. Afar skemmtilegt

  • Takk elskuleg – þið kannski kíkið í heimsókn í bústaðinn í sumar…? Væri gaman að sjá ofur leikglöðu stelpurnar þínar í kofanum!

 2. Svona eiga kofar að vera, dúllerí og drullumall í bland :-) Takk fyrir skemmtilega færslu!

  • Takk kæra Kolbrún – já ég tók þann pól í hæðina að hafa bara eins mikið dúllerí og ég vildi og það mætti bara vera skítugt og sjúskað ef það er “ná í” hæð. Held að dúllið geti ekki gert neitt nema gera leikinn skemmtilegri. Svo fæ ég að koma inn og dúlla hann upp annað slagið – allir ánægðir :) takk fyrir innlitið!

 3. Vááá…..þessi kofi er alveg mega krúttaður og sætur :) Stelpurnar mínar eiga sætan kofa og ég þarf greinilega aðeins að fara að flikka upp á hann ;)

  kv
  Kristín

  • Takk fyrir innlitið og fallegu orðin, hef einmitt skoðað þinn oft. Langar svo í svona póstkassa og blómakassa. Eruði ekki líka með úti eldhús í drllumall, það var kveikjan að vatns tengingunni og færanlega drullumalls eldhúsinu hjá okkur

Comments are closed.