Leynivinavika Persónulega og ögn tímafreka leiðin

Árleg leynivinavika var í vinnunni um daginn. Ég elska nei ég ELSKA leynivinaviku og legg mikið uppúr að gefa skemmtilegar og persónulegar gjafir. Ég tók nú ekki mynd af öllu sem ég gerði en hér er smá sýnishorn. Ég vona að vinnufélagarnir afsaki myndnotkunina… :*

Ég sendi orðsendingar og email oft á tíðum það er auðvelt að útbúa email aðgang fyrir svona tilefni.

Dansandi álfa sýning með andlitum vinarins og sætisfélaga – sérlega skemmtilegt finnnst mér. Til að mynda Jibjab eða Elf Yourself en á báðum síðum er hægt að finna ókeypis týpur.

Regnhlíf – þegar hún er opnuð rignir yfir þig hrósum á miðum um vininn góða. Ef maður þekkir fólk lítið getur maður fengið vinnufélaga til að hjálpa til en þess þurfti nú ekki í þetta sinn.

Leynivinagjöf - rignir hrósum on a rainy day fifurogfidur.com

Og til að ég gæti skilið þetta eftir á víðavangi var miði með sem gaf til kynna hver ætti “for a rainy day” enda í þjónustugeiranum og rainy dagar geta komið ;)

Rainy day

Vínylplötu skál – plötu úr safninu frá pabba heitnum var splæst í skál – einfalt að gera og sérlega fljótlegt. Plata lögð ofaná opið á skál, gæta þess að skilja ekki eftir án eftirlits. Taka út þegar platan er farin að mýjast og þrýsta niður. Láta kólna og setja eitthvað góðgæti með. Tyggjókúlur glöddu augað en ekki jafn mikið bragðlaukana komst ég að!

Leynivinagjöf -Vinyl skál www.fifurogfidur.com

Fleira sem ég gerði fyrir hann var til að mynda neon nammi og yfirstrikunar túss með miða same sagði:

IMG_4981

Súkkulaði varasalva – ætlaði fyrst að kaupa eitthvað skrítnara… súrar gúrku varasalva en datt svo þetta í hug:

KISSES-Leslie

Blómakrútt í krukku svo hann geti ræktað vináttuna okkar – engin mynd…

Fékk samstarfskonu okkar til að teikna mynd með krítartúss á rúðuna við hlið hans í hans anda og kveðju síðasta daginn og endaði svo á persónulegum jóla bjór og smá nasl með sem ég afhenti í persónu. Límlakk, mynd á blað og smá gervi snjór til að gera húfuna í þrívídd.

Leynivinagjöf - persónulegur drykkur og chilli hnetur www.fifurogfidur.com

Fleiri hugmyndir sem mætti vel nota í svona gjafir:

Jólapopp, hvítt súkkulaði með gel matarlit af eiginvali og kökuskraut. Sett í fallegan popka eða krukku.

Jólapoppp -  www.fifurogfidur.com

Jólamöndlurnar góðu í sviðupu íláti

Jólamöndlur  www.fifurogfidur.com

Möguleikarnir eru óþrjótandi og um að gera að finna eitthvað sem passar hverjum og einum.. ég las facebookið hjá þessum vini til að mynda aftur um tvo ár held ég og uppskar barnslega gleði (sko ég sjálf) með þessu

Vinnustaðurinn minn er svo af öðru kaliberi – það var efnt til keppni um skreytingar milli skrifborðs eyja og þetta góða fólk og eyjufélagar unnu. Þó með harðri samkeppni. Snillingar!

Jóla hvað -  www.fifurogfidur.com

Jólalegheitin enduðu svo með Jólamat á Kaffi Flóran. Sérlega hátíðlegt og skemmtilegt kvöld í boði vinnunar.

Flóran Bístró www.fifurogfidur.com

Þetta kemur augljóslega of seint fyrir þetta árið – en ef þér lýst vel á eitthvað af þessu og leynivinavika er árleg hjá þér þá geturu sett þetta á Pinterest eða geymt hugmyndirnar með öðru móti :)

Það er gott að gefa af sér

<3

Fífur og Fiður á Facebook