Jóla Möndlu möns

Ljúffengar, stökkar, jólalegar og minna hollar möndlur – svona eins og er boðið uppá á möndlubásum víðsvegar á jólamörkuðum. Þær ganga undir nafninu “jólamöndlur” á þessu heimili og eru orðið fastur liður í aðventunni hjá okkur. Einn af heilögum atriðum í fjölskyldu dagatalinu okkar.

Það skemmtilegasta við þær… nei ok næst skemmtilegast fyrst kemur bragðið.. er hversu einfaldar þær eru í gerð. Já meira að segja mér þykir það einfalt!

Innihald:

3 bollar Möndlur með hýði
1 bolli sykur (ég nota hrásykur)
1/4 bolli vatn
1/2-1 tsk af kanil

www.fifurogfidur.com - Jóla möndlu möns

Setjið vatnið, sykurinn og kanil á pönnu ásamat möndlunum á pönnu á miðlungs hita.

Hrærið viðstöðulaust en innan nokkurra mínútnar er vatnið gufað upp og sykurinn búinn að kristallast (verður þurr) en ekki hætta þegar þangað er komið.

www.fifurogfidur.com - Jóla möndlu möns

Hér mæli ég með að hægja á hræringu og leyfa sykrinum að karmellast undir möndlunum. Athugið þó að sykurinn brennur auðveldlega svo ekki bíða um of. Ég velti svo möndlunum upp úr karmellunni og reyni að fá karmelleraða áferð á sem mest af möndlunum. ATH að möndlurnar á myndinni hér að ofan með innihalds pakkningunum eru í það dekksta en þó alveg góðar.

Helli því næst möndlunum á smörpappír og láttu kólna

BORÐIÐ (og setjið í krukku ef eitthvað er afgangs ;) Sjáið þetta krútt, þessar myndir eru síðan í fyrra – svo lítil og krúttleg þarna. Möndlurnar tókust jafnvel enn betur í ár.

www.fifurogfidur.com - Jóla möndlu möns

Þetta er líka frábær gjöf, skella í krukku og smá borða eða blúndu utanum. Allir kátir og fullir af góðri fitu (og “smá” sykri)

Ekkert nýtt undir sólinni en eflaust einhverjir þarna úti sem ekki hafa gert svona sjálfir og jafnvel ekki smakkað þetta áður. Það eru til hinar ýmsu útgáfur af svona möndlu mönsi, margar ögn hollari en þessi en þetta er aðventu nammi og oft eftirréttur hjá okkur.

Góða skemmtun og stundir!

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook