Páska pjatt og smjatt

Jæja nóg af byltingu í bili?

Nú fer að líða að því að ég tala ekki um annað en brum og allt sem er að vakna til lífsins – Nonna mínum til mikillar mæðu. Það er bara svo dásamlegt! Sérstaklega eftir vetur af þessari sort! Mikið hlakka ég til vorsins!

www.fifurogfidur.com - uppúr frostinu

Þetta er uppáhalds páskaskrautið mitt – Páska karfa sem Kría gerði í fyrra. Í ár bættist svo við dásemda skrautið.

www.fifurogfidur.com - uppáhald

Dúskadúllurnar komnar með góðan félagsskap – skúlptúrinn eftir sama listamann og karfan.

www.fifurogfidur.com - dúska dúllur

Eru það helgispjöll að setja greinar í svona stell? Æjj ég sá ekki fram á að bjóða uppá kakó í honum yfir páskana og þetta kemur ó svo vel út að mér finnst.

www.fifurogfidur.com - Kanna

Og enn meiri helgispjöll þarna….

www.fifurogfidur.com - spari hillan

Já ég sé sumsé ekki fram á að hafa sósu heldur…

www.fifurogfidur.com - dásemd í sósukönnu

Óóó þessi blóm – er svoldið skotin í þeim

www.fifurogfidur.com ó þessi blóm

Smá twist á páskagreinarnar – vafðar í sama garn og dúskarnir eru gerðir úr.
www.fifurogfidur.com - greinar  og grúbba

Ógurlega gott að hafa svona einfaldan smekk þegar maður hefur allt í einu stórt svæði til að punta

www.fifurogfidur.com - greinar

Já ég er bara skotin í þessu líka

www.fifurogfidur.com - greinar close-up

Ég ætla að taka mér Páskafrí frá blogginu, borða egg, hnoðast með fólkinu mínu og vera bústin og blómleg. Tók mögulega ögn til mín umræðuna um símafíkn á stöð tvö í gær og því tími til að kúpla smá út og njóta – þó ég nota símann auðvitað til að taka myndir áfram á milli þess sem ég er að njóta. Væri nú þægilegt ef maður gæti teki myndir með augunum bara…. kannski einhverntíman.

Segi bara gleðilega Páska elsku fólk – vonandi verða þeir ljúfir og góðir.

Þið munið svo eftir Facebook síðunni minni ef þið viljið fylgjast með endurkomunni eftir Páska.

Páska pífur
Þ

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. Ásta B
    April 2

    Gleðilega páska yndislega kona, er að dýrka dúskana :)

  2. […] mætti segja af þessari samantekt að dæma að pastel púkinn eigi í tilvistar báráttu við jarðlita Jedi-inn í mér – svoa allavega á vorin og […]

Comments are closed.