Skap Skema?

Ég er eins og ég hef sagt áður að ELSKA að hafa hvatningartöfluna mína fyrir framan mig í vinnuherberginu sjá færslu um það HÉR.
Enska heitið yfir þennan ramma minn væri líklega mood board sem við gætum fært yfir á íslensku sem “skap skema” held ég noti það héðan í frá – á maður ekki alltaf að reyna að nota þetta fallega tungumál okkar?

Ég er að vinna í að setja nýtt efni á töfluna núna – er ekki um að gera að fara yfir hvað hefur orðið úr þessu áður en ég vind mér í að gera nýtt?

Leiraður geómetrískur kertastjaki:

Geo kertiIMG_1597

Lærdómur dreginn af þessari frumgerð – leir skreppur auðvitað saman svo hafa hann stærri en maður í raun vill hann og hafa kertið dýpra niður, sömuleiðis myndi ég hafa hann gróf”munstraðri. Annars er ég bara nokkuð ánægð með hann, á eftir að pússa hann ögn og mála og skelli svo inn mynd af honum. Sé fyrir mér marga saman í þyrpingu.

Litlu húsa byltingin:

Leirhús

Tiny house

Skorið til með beittum hníf – til að mynda eldhúshníf bóndans sem hleypur til og gefur þér góðan dúkahníf fyrir vikið. Pússvinna eftir. Af þessu á ég eftir að gera meira af – skemmtileg innflutnings gjöf til að mynda, prófa postulín leir næst þar sem þessi þornar ansi hrjúft svona óhnoðaður.

Pappahús

Pappa prýði

Mér finnst svo gaman af hvað svona einfaldt skraut getur breytt miklu til að mynda í barnaherbergi. Þessi verða bara fyrir barnið í sjálfri mér samt.

Endurunnin blómapottur

Kanínan Claudine

Einföld, ögn barnalegri og páskalegri útgáfa af endurunnum kisu blómapottum. Mjólkurferna, paste og málning. Dóttirin er afar ánægð með þetta en vildi breyta henni í körfu og svo varð því.

Perluð skoppara kringla:

Skopparakringla

Hún fékk sinn eigin póst:

Skýja skraut:

Skúrir

Súper einfalt að gera og að mér finnst ferlega skemmtilegt skraut sem hefur verið ógurlega lengi á skap skemanu mínu áður en það komst á “blað”

Dúska dúllur:

Dúska dúllur

Hafði ekki gert dúska síðan ég var barn – gaffla dúskar eru fljótgerðir og skemmtilegir. Mæli ekki með dúskagerð fyrir fólk með áráttu og þráhyggju hegðun því þá verða dúskarnir klipptir niður í öreindir áður en hann verður fullkominn í laginu.
Set inn mynd þegar þeir eru komnir á grein og þá vafðar greinar líka

Saumaverkefnin tvö fá að vera þarna ögn lengur þar sem ég er enn eins og ósjálfbjarga hvítvoðungur þegar kemur að saumavélinni – en þetta kemur á næstunni. Vantar bara að fá einhven sauma snillinginn í heimsókn. Ég býð kaffi!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Svo er bara að skella nýju á rammann og halda áfram með ör-verkefnin sem mig hefur svo lengi langað að framkvæma – ó hvað mér finnst þetta gaman!

Þú skellir kannski í eitt “like” á Facebook færsluna og/eða póstinn ef þú hefur gaman af þessu dútli mínu, já eða bara til að klappa egóinu í mér ; ) Ef þið eruð mjög villt þá er líka hægt að skella í eitt komment – en það er bara fyrir áhættusækið fólk. Ég vona í það minnsta að þetta brölt í mér virki hvetjandi fyrir einhverja þarna úti.

Eigðu nú hamingjusama helgi (og ævi) – ekki nóg að þetta sé einn dagur

Þórlaug < 3

Fífur og Fiður á Facebook

5 Comments

 1. Ásta B
  March 20

  En skemmtilegt, ég væri til í föndurstund á Grenimel fyrir okkur stelpurnar (stórar sem smáar), til í það bráðlega?
  Góða helgi, sjáumst á sunnudaginn

  • Föndurstund er hér með staðfest! Ákveða einhver nokkur verkefni sem hægt er að velja úr, allar stelpurnar! Ræðum þetta á sunnudaginn, mikið hlakka ég til!

 2. Ragna
  March 20

  Vá hvað þú ert dugleg i föndrinu, Marla myndi elska það að fá að vera í kringum þig og þitt föndur. Dásamlega fallegt og skemmtilegt

  • Já föndurstund með genginu er málið! Þá kemst Marla í tæri við smá af föndur skúffunum mínum :) Ræðum þetta á sunnudaginn! :*

Comments are closed.