Sunnudags skyrkaka

Þar sem ég er þekkt fyrir að brenna hluti þegar ég kveiki á eldavélinni henta veigar sem ekki þarf að baka mér sérlega vel – eina slíka fann ég fyrir mörgum mánuðum og ákvað að einn daginn skyldi ég leggja í þessa. Í dag lét ég verða að því, ég gerði skyrköku…… í sinni allra einföldustu mynd.

Ég geri mér grein fyrir að líklega hafa flestir á landinu gert eitthvað þessu líkt og þetta er alls ekkert nýtt undir sólinni… en ef ske kynni að þú hafir ekki gert það þá er þessi færsla fyrir þig.

4 hráefni – ég segi það satt.

IMG_2471

Lu kex mulið
Smá bráðnu smjöri – blandað við kexið og því þjappað í botninn á forminu
1 peli af rjóma – þeyttur
1 stór dós af skyri með bökuðum eplum – blandað við þeytta rjómann og skellt ofaná kex mulninginn

Og dásemdar kaka er framreidd á nokkrum mínútum.

IMG_2470

Hún var einkar ljúffeng – svo mikið að ég myndi aldrei sýna ykkur hversu lítið er eftir af henni (og ekkert eftir morgunmat í fyrramálið tíhí) en okkur Nonna (já Kría borðaði ekkert af henni) til varnar þá var hún bæði brunch og síðdegis hressing hjá okkur.

Uppskriftina fékk ég hjá henni Dúddu sem heldur úti blogginu Elskulegt – kíktu endilega við hjá henni en það er eitt af mínum uppáhalds íslensku bloggum – mæli með að þú fylgist með blogginu hennar – svo einlægt, lifandi og skemmtilegt og svoa gasalega fallegar myndir. Mig langar ósjaldan að flytja bara útá land þegar ég skoða póstana hennar.

Vonandi var helgin ykkar ljúf og að komandi vika verði full af gleðistundum

Kærleiks kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. […] í 10 hluta menginu sem er mér ekki um megn í eldhúsinu – enda hráefnin fáu fleiri en í skyrkökunni góðu sem ég skrifaði um síðastliðinn […]

  2. […] snjór er jú hvítur.. Uppskriftina sem er vandræðilega einföld en jafnframt góð má finna hér Hefði átt að skella umfram súkkulaði frostrósunum sem ég hafði gert á þetta til […]

Comments are closed.