Þegar trölli stal afmælinu

já eða reyndi það allavega. Umræddur trölli er ég og afmælið sem um ræðir er fyrsta afmæli yngri dóttlunnar.. já ég veit fyrsta afmælið. Greyið er svoldið barn númer tvö, minna af myndum, áfangar falla í gleymsku ef þá tekið er eftir þeim.

Ég eeeelska að plana afmæli, ég safna hugmyndum í fleiri mánuði. Ákveð þema og safna enn fleiri hugmyndum. Afmælið var í Júní en ég ákvað þemað í febrúar í hjáverkum á meðan ég skipulagði Hello Kitty afmælið tíðrædda. Afmælið skildi verða með ísþema enda á litli sterki sólargeislinn minn afmæli á sólstöðum, lengsta degi ársins.

Þegar leið að afmælinu hafði ég bara alls enga nennu í að undirbúa afmælisveislu, allt óx mér í augum og ég var bara svoooo þreytt. Nýkomin aftur til vinnu og átti í fullu fangi með að aðlagast því að vera útivinnandi TVEGGJA barna móðir. Um leið tók hattinn ofan fyrir öllum sem á undan hafa gengið og með mun fleiri börn og jafnvel óhúslega bændur í ofanálag. Og nei ég mælist ekki með fæðingarþunglyndi en sannarlega hefur undanfarið ár verið krefjandi og mikið álag á tímum.

IMG_7991

Þó mér finnist ég stundum þreytandi mannleg og breisk og enn meira þreytandi að vera manneskjan sem viðurkennir það að mér líður ekki alltaf vel, er oft hundþreytt, finnst stelpurnar mínar vera erfiðar og meira en ég ræð við á stundum þegar þær sýna sínar kraftmestu og háværustu hliðar samtímis og í átt að hvor annarri þá finnst mér svo mikilvægt að segja þessa hluti upphátt. Ég tek þá bara á mig að vera neikvæða gellan ef þess þarf, bara að sinni samt. Fólk sem mögulega grípur bara það sem vel heppnast hjá öðrum og gleymir að hugsa útí tímana sem ekki sjást á skjánum já og velur að gleyma hamfara húsmóðurs póstunum þarf að sjá hina hliðina skýrt líka. Ég veit að það eru fleiri eins og ég, þær/þau tala mis mikið um það.. oftast lítið en hér hafið þið það frá mér allavega, svart á hvítu.

Úr því að ég hafði ekki nennu í að gera þetta eins og mig langaði og ég við erum “þekkt” fyrir ákvað því að það yrði bara ekkert afmæli, mesta lagi ein skúffukaka fyrir ömmur og afa, varla systkini okkar foreldranna. Þetta er rosa mikið ég, ef ég get ekki hluti þá bara sleppi ég því, ég er ekki stolt af þessu og er að vinna í að þroska þetta af mér. Það kemur.

Auðvitað leyfði yndislega fólkið mitt þett ekki gerast og tóku málin svolítið í sínar hendur og úr varð yndislegur dagur með mörgu af uppáhalds fólkinu okkar þar sem allir lögðu sitt að mörkum. Mitt var að mála nýja handriðið á meðan afmælisbarnið svaf á sínu græna í bústaðnum yndislega.

IMG_8017

Kría Skreytti skúffuna sem pabbi hennar hefur gert landsþekkta

IMG_8035

Ömmurnar og vinirnir bökuðu og úr varð þetta fullkomna afmælis hlaðborð sem hver maður getur verið stoltur af! Við erum svo lánsöm <3 IMG_8040

Litli snyrtipinninn minn náði áfanga – hún sat flötum beinum í mold! Það tókst!

IMG_8020

Þessi mun seint þurfa þjálfun í að sitja í mold held ég. Hún fékk skúffu með kremi og allt… henti henni að vísu mest allri niður en myndin náðist.

IMG_8078

Við fórum í lækinn að sulla og busla og dagurinn var fullkomnaður fyrir alla hlutaðeigandi!

IMG_8113

Sjá þetta litla stýri, elska hana ofur mikið enda er mikið lykilorðið í öllu sem hún kemur nærri. Hún er “larger than life”

IMG_8116

Þó að stundir þar sem bugunin nær taki á mér þegar vælið/öskrin og vansældin virðast takmarkalaus þá næ ég nú alltaf að taka mig saman í andlitinu, þarf bara mis mikið til þess.

IMG_8007

og ég næ mér á flug aftur þó ég detti reglulega af fugls hálsinum

IMG_8010

Ísþema afmælið bíður því næsta árs og ég hlakka til – ég held bara áfram að safna ís hugmyndum í Pinterest 2 ára afmælis borðið þangað til nær dregur.

Þessi afmælisdagur var í það minnsta allt sem hann þurfti að vera og meira til.

Kveðja, Ungamamma þó alls ekkert svo ung

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

 1. September 29

  Yndislegt! Fullkomið er ekki til, við erum alltaf að elta einhvern pott við endann á regnboganum, sem reynist bara vera tálsýn og goðsögn.

  Þetta hefur verið algjörlega frábært hjá ykkur – og til hamingju með dömuna :)

 2. Íris
  October 9

  Ég er algjör laumulesari á þessu bloggi og kíki annað slagið þegar mig vantar búst af kósý, normalheitum :)
  Eins árs dúllan þín hefur verið jafn himinlifandi með sveitaafmælið sitt eins og hún hefði verið með fína afmælisveislu með öllu húllumhæinu. Ég á sumarbarn og á tveggja ára afmæliu hennar vorum við á ferðalagi og veislan varð ekki meira en aðeins fínni morgunmatur við útileguborðið. Mér fannst ég ferleg að halda ekki almennilega veislu en hún naut sín í botn í sveitasælunni og við nutum þess líka að vera ekki að stressa okkur – stundum er einfalt bara best :)

  • Hæ Íris, Takk fyrir að skilja eftir þig loppufar hérna hjá mér. Mér þykir voðalega vænt um að sjá að það séu laumulesarar að þessu litla hobbýi mínu. Verður spennandi að sjá í framtíðinni hvort þetta verði kannski bara trendið fyrir afmæli þessarar dúllu – það er þá bara dásamlegt og eiginlega mjög viðeigandi fyrir þetta litla “spirited” barn. Ferðalag er sko líka hið fullkomna afmæli – fullt af minningum í bankann en um það snýst þetta jú allt en svo er bara að væntingar móðurinnar til sín sjálfrar passi inní þetta allt saman. Þér er meira en velkomið að fylgjast með okkur á Instagram ef þú gerir það ekki nú þegar. Skjáumst!

Comments are closed.