Vír herðatré verður kertakrans

Reglulega slæðast inn á heimilið vír herðatré – þið vitið þessi úr hreinsuninni til að mynda. Maður minn er lítt hrifinn af þessum “trjám” og þau fá oftast að hverfa af heimilinu. Í þann mund sem ég handfjatlaði eitt slíkt í þeim tilgangi að fjarlægja það núna í aðdraganda aðventunnar kviknaði á ljós í höfði mér. Þetta skildi notast í jólaskreytingu.

Hugljómunin var ein af þessum últra einföldu en einfalt er jú oft bara best og hún er án efa líka innblásin af einhverju Pinterest brölti hjá mér. En svona endaði þetta

fifurogfidur.com - Hanger Christmas wreth

Eins og ég sagði – einfalt – Vírherðatré, tuja, blómavír og svo eitt stykki kerta klemma en þessa hef ég átt í mörg ár en sá svipaðar í Söstrene Grene um daginn.

Dóttirin – þessi málga – hafði miklar áhyggjur á meðan þessari myndun stóð og minnti mig á að kerti mættu alls ekki vera nálægt NEINU og kom svo með góðar hugmyndir af staðsetningu í stað þess að hafa þetta klesst upp við vegg. Krútt.

fifurogfidur.com - Hanger Christmas wreth

Svona til að friða alla þá var nú ætlunin alltaf að hafa þetta í eldhúsglugganum. Svona.

fifurogfidur.com - Hanger Christmas wreth

Maður minn var meira að segja mjög ánægður með þetta vír herðaTRÉ.

Vona að sem allra flestir hafi það ljúft og gott þennan þriðja í Aðventu og ef ekki þá vona ég að það birti til hjá þér sem allra fyrst

<3

Fífur og Fiður á Facebook